EFN316G: Inngangur að skammtaefnafræði
 
 
Kennari:
 Hannes Jónsson, fyrirlestrar.
Netfang: hj-að-hi.is
Skrifstofa:  herbergi 211 (skáli 2, 2. hæð) VR-III.
Aðstoðarkennari:
Hilmar Yngvi Birgisson, dæmatímar
Netfang: hyb4-að-hi.is
Fyrirlestrar:
  Á þriðjudögum kl. 8:20-9:50 í stofu V-258 
og á fimmtudögum kl. 10:00-11:30 í stofu N-129 (í Öskju). 
 
Dæmatímar:
 
 Á miðvikudögum kl. 11:40-13:10 í stofu V-138.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 Yfirlit yfir námskeiðið:
     Undirstöðuatriði skammtaefnafræðinnar og beiting hennar í útreikningum á sameindum. 
Námsefni: Schrödingerjafnan, bylgjuföll og túlkun þeirra, óvissulögmál, 
ögn-í-kassa, örvun með ljóseindum, kjörsveifill, 
titringur sameinda, vetnisfrumeind, frumeindir með mörgum rafeindum, svigrúm, sameindir og efnatengi, 
Hartree-Fock nálgunin og aðferðir til að leiðrétta hana með hnikareglu eða truflunarreikningum. 
Reikningar með ORCA hugbúnaðinum.
 
Kennsluefni:
Kennslubók: 'Quantum Chemistry' eftir Donald A. McQuarrie (2. útgáfa).    
Heimadæmi:
 Verkefni og lausnir úr dæmatímum
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
Skriflegar æfingar
Tvær skriflegar æfingar verða haldnar, sú fyrri þriðjudag 20. september kl. 8:20-9:50,
sú síðari þriðjudag 18. október kl. 8:20-9:50 (ATH breytingu frá upphaflegri 
áætlun,
og geta þær gilt allt að 30% af lokaeinkunn.
Nemendur mæta með sitt eigið upplýsingablað (t.d. með jöfnum), 
hámark ein A4 blaðsíða.  
Verkefnin verða á ensku.
 
Skrifleg æfing I:  
september 2016
 
Skrifleg æfing II:  
október 2016
 
Til æfingar, sjá  
miðannarpróf frá 2015
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
Lokapróf:
Nemendur mæta með sitt eigið jöfnublað, hámark tvær A4 blaðsíður. 
Prófið verður á ensku og íslensku. 
Efni til prófs:  Kaflar 1-10 í bófk McQuarrie, með áherslu á efni fyrirlestra og
heimadæma.
 
Til æfingar, sjá  
lokapróf frá 2015